Skip to main content

Iceland

Bækur Vivecu Sten, sem gerast að miklu leyti í skerjagarðinum utan við Stokkhólm, lýsa á fjölbreyttan hátt aðstæðum og lífi venjulegs fólks sem lifir í nánu samneyti við náttúruöflin á mörkum hafs og lands, sögusvið sem Íslendingar þekkja vel að fornu og nýju. Stundum eru lýsingar hennar á umhverfinu svo sterkar að maður getur nánast fundið sjávargoluna í andlitinu og saltbragðið á tungunni! Og það hvernig Vivecu tekst að flétta spennandi frásögn saman við þetta einstaka sögusvið gerir bækur hennar sérlega skemmtilegar, bæði að lesa og ekki síður að þýða.
Sigurdur Salvarsson

Publisher: